Jose Mourinho segist alls ekki vera vandamálið hjá Roma eftir verstu byrjun félagsins í sögu efstu deildar.
Mourinho og hans menn hafa byrjað virkilega illa og töpuðu 4-1 gegn Genoa fyrir helgi – úrslit sem komui mörgum á óvart.
Portúgalinn segist einnig hafa fengið ótrúlegt tilboð í sumar frá ónefndu liði sem er líklega frá Sádi Arabíu. Mourinho hafnaði því boði því hann vill virða samkomulag sitt við Roma.
,,Myndi ég framlengja samninginn núna? Ég get ekki svarað því,“ sagði Mourinho.
,,Það sem ég get sagt að fyrir þremur mánuðum var ákveðið drama í gangi sem fékk mig til að hugsa um mína framtíð.“
,,Í sumar fékk ég klikkaðasta samningstilboð sem einhver þjálfari hefur fengið í sögunni en ég hafnaði því. Ég stend við mín orð.“
,,Nú virðist vera að ég sé vandamálið, ég sætti mig ekki við það. Ég er ekki vandamálið, það er ekki sannleikurinn.“