Lið Chelsea er loksins búið að finna sér nýjan styrktaraðila sem verður framan á búningum félagsins.
Um er að ræða fyrirtækið Infinite Athlete en hingað til hefur enginn styrktaraðili verið framan á treyjum liðsins á tímabilinu.
Merki Infine Athlete mun sjást í fyrsta sinn næstu helgi er liðið mætir grönnum sínum í Tottenham.
Treyja liðsins þykir taka sig vel út án styrktaraðila framan á en margir eru þó sáttir með útkomuna og samninginn við Infinite Athlete.
Mynd af nýju treyjum liðsins má sjá í færslu félagsins hér fyrir neðan.
We’re proud to announce an extended partnership with innovative sports technology company @IAAthlete, who are our front of shirt partner for the season. 🤝 ♾️
— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 30, 2023