Danskir fjölmiðlar geta ekki hætt að tala um stjörrnuna Nicklas Bendtner sem margir ættu að kannast við.
Bendtner er 35 ára gamall í dag en hann lék fyrir lið á borð við Juventus og Arsenal á sínum knattspyrnuferli.
Bendtner var vinsæll á meðal margra en hann var lengi í sambandi með fyrirsætunni Clara Linnea Wahlqvist.
Samkvæmt nýjustu fregnum er parið hætt saman og var Bendtner ekki lengi að finna sér nýja kærustu – það tók hann aðeins nokkra daga.
Sú kona ber nafnið Sus Wilkins og er 34 ára gömul en hún starfar sem leikkona og er nokkuð þekkt á Norðurlöndunum.
Wahlqvist er heilum tíu árum eldri en Wilkins en sú fyrrnefnda hefur sjálf greint frá því að samband hennar og Bendtner hafi verið komið á endastöð.