Matheus Nunes hefur beðist afsökunar á hvernig hann yfirgaf lið Wolves í sumar til að semja við Manchester City.
Nunes neitaði að æfa á tímapunkti til að koma skiptum til Man City í gegn og fékk hann drauminn uppfylltan að lokum.
Um er að ræða 25 ára gamlan leikmann sem mætti sínum fyrrum félögum í gær er Man City tapaði óvænt, 2-1.
,,Ég hefði kannski getað verið aðeins rólegri. Ég vildi þetta bara svo mikið,“ sagði Nunes við blaðamenn.
,,Ég get skilið að stuðningsmenn liðsins séu óánægðir með framkomuna og það að ég hafi ekki viljað æfa.“
,,Ég biðst afsökunar á því, þetta var eitthvað sem ég gat gert öðruvísi en ég vildi ekki missa af tækifærinu. Draumurinn er að vinna titla og vinna með besta stjóra heims.“