Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum og að þessu sinni var gestur þeirra tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko.
Víkingur er fyrir löngu orðinn Íslandsmeistari karlamegin en lokaumferð Bestu deildarinnar fer fram um helgina. Hrafnkell vakti athygli á athyglisverðri staðreyndi í þættinum.
„Ef þeir tapa eru þeir með sama stigafjölda og Blikar (63) í fyrra,“ sagði hann,
„Það er mikið búið að tala um eitt besta lið Íslands. En ég geri mér grein fyrir að það er mjög stórt að vinna tvennuna.“
Umræðan í heild er í spilaranum.