Liverpool vann þægilegan 2-0 sigur á Union Saint Gilloise í Evrópudeildinni í kvöld og eru stuðningsmenn liðsins sáttir.
Ryan Gravenberch skoraði fyrra markið og var frábær í leiknum. Honum er nú hrósað í hástert á samfélagsmiðlum.
„Það er svo æðislegt að horfa á hann spila fótbolta,“ skrifaði einn netverjinn.
„Það er dáleiðandi að horfa á hann,“ skrifaði annar.
Mun fleiri tóku í sama streng en enskir miðlar vekja athygli á þessu.
„Okkar langbesti leikmaður í kvöld,“ skrifaði einn.
Gravenberch gekk í raðir Liverpool frá Bayern Munchen í sumar og var að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í kvöld.