Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves er með fast skot á Jurgen Klopp stjóra Liverpool, þýski stjórinn krefst þess að leikur Tottenham og Liverpool fari fram aftur.
Ástæðan eru mistök dómara þegar löglegt mark var tekið af Liverpool á laugardag í tapi liðsins.
Klopp sagðist aldrei hafa séð svona áður. „Ég held ég hafi aldrei séð svona í fótbolta,“ sagði KLopp í gær.
Forráðamenn Wolves eru ekki alveg sammála þessu enda var löglegt mark tekið af liðinu á Anfield í janúar þegar liðin mættust í enska bikarnum.
Wolves klippti þetta saman í myndband sem má sjá hér að neðan.
Wolves TikTok Violates Jürgen Klopp 💀😂 pic.twitter.com/yNb3tvNama
— 𝗦𝗼𝘂𝘁𝗵𝗕𝗮𝗻𝗸 𝗪𝗼𝗹𝘃𝗲𝘀 ™️ (@southbank1877) October 4, 2023