Lionel Messi hefur engan áhuga á því að framlengja samning sinn við Inter Miami sem rennur út árið 2025. Frá þessu er sagt í frétt El Nacional.
Þar segir að messi hafi ákveðið að fara heim til Argentínu þegar samningur hans er á enda.
Messi hefur byrjað frábærlega í Bandaríkjunum og raðað inn mörkum, hann hefur skorað ellefu mörk í tólf leikjum.
Messi líkar dvölin í Miami vel en þegar hann verður 38 ára gamall ætlar hann heim til Newell’s Old Boys og ljúka ferlinum.
Messi hóf knattspyrnuferil sinn hjá Newell’s Old Boys og vill ljúka hringnum á sama stað eftir magnaðan feril.