Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir ekki rétt að hann haldi til Noregs eftir helgi í viðræður við Haugesund.
Stöð 2 Sport greindi frá því á dögunum að Óskar færi á fund Haugesund á mánudag en hann hefur verið orðaður frá Breiðabliki.
Meira
Nálgast endalok Óskars í Kópavogi? – Hrafninn sagður fljúga til Noregs á mánudag
„Ég er bara þjálfari Breiðabliks og einbeiti mér að því,“ sagði Óskar er hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag.
„Ég er ekki að fara í neinar viðræður við einn né neinn.“
Blaðamannafundurinn var haldinn í tilefni að leik Breiðabliks gegn Zorya Luhansk í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hér heima á morgun. Leikið er á Laugardalsvelli.