Arsenal tapaði gegn Lens í Meistaradeild Evrópu í gær og var aðgangur frönsku úrvalsdeildarinnar, Ligue 1, á samfélagsmiðlum ekki lengi að taka við sér í kjölfarið.
Skytturnar komust yfir í leiknum í gær með marki Gabriel Jesus en Lens sneri dæminum við og vann glæsilegan 2-1 sigur.
Um fyrsta tap Arsenal á leiktíðinni var að ræða.
„Bændadeildin (e. farmers league ) hefur gert það á ný,“ var skrifað á aðgang Ligue 1 eftir sigurinn.
Það er það sem deildin er kölluð víða, ekki síst á Englandi. Þar er átt við að gæði hennar séu ekki mikil.
Skemmtilegt skot hjá Ligue 1 en færslan er hér að neðan.
FARMERS LEAGUE STRIKES AGAIN 🇫🇷🗣️ pic.twitter.com/zZfJ0CIpfi
— Ligue 1 English (@Ligue1_ENG) October 3, 2023