Talið er að Altay Bayindir verði í marki Manchester United þegar liðið mætir Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Talið er að Andre Onana verði settur á bekkinn en Bayindir kom til United frá Fenerbache í sumar.
Markvörðurinn frá Tyrklandi hefur ekki spilað á þessu tímabili en gæti nú fengið tækifæri, Onana hefur ekki verið sannfærandi í upphafi tímabils.
Bayindir er 25 ára gamall en hann var í fjögur ár hjá Fenerbache og átti góða spretti.
United tapaði gegn Bayern í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á meðan Galatasaray gerði jafntefli við FCK.