Ben Chilwell, leikmaður Chelsea, verður líklega frá knattspyrnuvellinum í átta vikur hið minnsta eftir meiðsli sem hann hlaut á dögunum.
Bakvörðurinn knái meiddist aftan á læri í leik gegn Brighton í enska deildabikarnum og nú er ljóst að hann verður frá í töluverðan tíma.
Sem fyrr segir snýr Chilwell líklega aftur í fyrsta lagi eftir átta vikur en svo gæti farið að hann snúi ekki aftur fyrr en í upphafi nýs árs.
Þetta er högg fyrir Chelsea en Chilwell er lykilmaður í liðinu.
Meiðslalisti Chelsea er nokkuð langur en þeir Christopher Nkunku, Reece James, Romeo Lavia og Wesley Fofana verða allir lengi frá.
Þá eru Nicolas Jackson, Moises Caicedo, Benoit Badiashile, Noni Madueke, Trevoh Chalobah og Carney Chukwuemeka allir að glíma við minniháttar meiðsli.