fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Vill skilja við eiginmanninn í kjölfar ásakanna um kynferðisbrot – Stjarnan situr nú í fangelsi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joana Danz, eiginkona Dani Alves, vill skilja við hann í kjölfar ásakanna um kynferðisofbeldi á hendur honum.

Hinn 39 ára gamli Al­ves er sakaður um að hafa mis­notað konu kyn­ferðis­lega á nætur­klúbbi á Spáni í lok desember en hann neitar sök í málinu. Hann segist hafa stundað kynlíf með samþykki beggja aðila. Hann sætir nú rannsókn en situr í fangelsi á meðan.

Konan sakar Al­ves um að hafa snert sig innan klæða án hennar sam­þykkis á næturklúbbnum.

Joana, sem er tíu árum yngri en Alves, hefur tjáð lögmönnum sínum að hún vilji skilnað. Hún hefur eytt öllum myndum af þeim saman af Instagram.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum neitaði Alves að hitta hana er hún heimsótti fangelsi hans á dögunum.

Alves var á mála hjá Pumas í Mexíkó þegar atvikið átti sér stað. Í ljósi aðstæðna hefur félagið látið hann fara.

Á sínum at­vinnu­manna­ferli hefur Alves leikið með liðum á borð við Barcelona, Paris Saint-Germain og Juventus. Þá á hann að baki yfir eitt hundrað leiki fyrir brasilíska A-lands­liðið. Hann var hluti af leik­manna­hópi Brasilíu á HM í Katar undir lok síðasta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Í gær

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Í gær

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Í gær

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“