fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Lampard rýfur þögnina eftir brottreksturinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 08:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard hefur tjáð sig eftir að hafa verið rekinn frá Everton á dögunum.

Hann hafði verið við stjórnvölinn í um ár en árangur liðsins á þessari leiktíð hingað til er ekki ásættanlegur. Liðið er í næst neðsta sæti.

„Þegar ég kom til Everton í fyrra vissi ég að staðan væri erfið og ég verð alltaf stoltur af þeirri ótrúlegu vinnu sem við unnum og stuðningnum frá öllum sem varð til þess að við héldum okkur uppi á síðustu leiktíð,“ segir Lampard.

„Ég vil þakka öllum sem tóku þátt er allt félagið sameinaðist. Ég mun aldrei gleyma ótrúlegum kvöldum eins og á móti Palace sem við deildum. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum Everton fyrir hvernig þið tókuð á móti mér, starfsfólki mínu og fjölskyldu.“

Lampard óskar félaginu góðs gengis í framtíðinni.

„Þetta er sérstakt félag með stórt hjarta og ótrúlega sögu. Ég er vonsvikinn yfir því að við höfum ekki getað náð lengra saman. Ég óska öllum hjá félaginu alls hins besta fyrir framtíðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir
433Sport
Í gær

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Í gær

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu