fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Það hvernig honum var sparkað vekur furðu – Höfðu fundað nokkrum klukkustundum áður um allt annað

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 18:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard var fyrr í dag rekinn úr starfi knatt­spyrnu­stjóra enska úr­vals­deildar­fé­lagsins E­ver­ton. Lampard fékk sparkið eftir lé­legt gengi E­ver­ton upp á síð­kastið en hann entist ekki ár í starfi.

Það var Daily Mail sem færði okkur fyrst fréttir af því að Lampard hefði verið sagt upp störfum og nú greinir miðillinn frá því að Lampard hafi fengið sparkið frá eig­anda fé­lagsins, Far­had Mos­hiri, sím­leiðis.

E­ver­ton tapaði í gær fyrir sam­keppnis­aðilum sínum í fall­bar­áttu ensku úr­vals­deildarinnar, West Ham United, með tveimur mörkum gegn engu. Eftir leik er Lampard sagður hafa fundað með Mos­hiri sem og Bill Kenwrig­ht og Kevin Thelwell, hátt settum full­trúum E­ver­ton.

Þeirra spjall snerist hins vegar ekki um mögu­leg starfs­lok Lampard heldur um kaup­stefnu E­ver­ton á yfir­standandi fé­lags­skipta­glugga. Að sögn Daily Mail hafði Lampard átt nokkra svo­leiðis fundi með Mos­hiri undan­farið.

Þrátt fyrir að þessi fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður Eng­lands hafi vitað það vel að staða sín hengi á blá­þræði virtist ekkert á fundi hans með Mos­hiri og fé­lögum benda til þess að honum yrði sagt strax upp störfum.

Eins og sakir standa núna þykir Sean Dyche, fyrrum knatt­spyrnu­stjóri Burnl­ey, lík­legastur til þess að taka við stjórnar­taumunum hjá E­ver­ton en þá hefur Marcelo Bielsa einnig verið nefndur til sögunnar í þessum efnum.

Þessir þykja líklegastir til að taka við Everton – Snýr goðsögn aftur í Guttagarð?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Í gær

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“