Girona 0 – 3 Real Madrid
0-1 Joselu
0-2 Aurelien Tchouameni
0-3 Jude Bellingham
Real Madrid reyndist of stór biti fyrir Girona í kvöld er liðin áttust við í spænsku úrvalsdeildinni.
Girona hefur komið verulega á óvart á tímabilinu og gat komist á toppinn með sigri í þessari viðureign.
Real hafði þó betur sannfærandi 3-0 og tryggði toppsætið eftir átta umferðir.
Real er einu stigi á undan Barcelona sem er í öðru sæti og er Girona í því þriðja, tveimur stigum frá toppnum.