Tottenham vann heimasigur á Liverpool í dag en um var að ræða lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Allt stefndi í 1-1 jafntefli áður en Tottenham komst yfir á 96. mínútu eftir sjálfsmark Joel Matip.
Matip leit alls ekki vel út í þessu marki en hann þrumaði boltanum í eigið net er hann ætlaði að hreinsa innan teigs.
Liverpool spilaði með níu menn í um hálftíma og er tapið því gríðarlega svekkjandi fyrir gestina.
Markið má sjá hér.
Matip own goal💀😂 .. COYS!🔥🔥🔥🤍 pic.twitter.com/glxzs5KE6B
— TevinHimselff (@tevin_himselff) September 30, 2023