Goðsögnin Cristiano Ronaldo klikkaði á algjöru dauðafæri er hans menn í Al-Nassr spiluðu við Al-Ahli.
Um var að ræða leik í efstu deild í Sádi Arabíu en leiknum lauk með 4-3 sigri Al-Nassr að lokum.
Ronaldo átti flottan leik fyrir Al-Nassr og skoraði tvö mörk en hefði auðveldlega getað sett þrennu.
Ronaldo fékk dauðafæri snemma leiks til að koma sínum mönnum í 2-0 en klikkaði einn gegn markinu.
Klúðrið má sjá hér.
❌ What a MISSED by Cristiano Ronaldo! ⤵️🤔😏 pic.twitter.com/fjkDTBkKLF
— Man Of Hopes (@Man_Of_Hopes) September 22, 2023