Dregið verður í 2. umferð Meistaradeildar kvenna á morgun. Drátturinn hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma og hægt verður að fylgjast með beinu streymi á heimasíðu UEFA. Valur er í pottinum að þessu sinni.
Í 2. umferð keppninnar þarf að vinna tvo leiki, heima og að heiman, við sama lið til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir fara fram 10. eða 11. október og 18. eða 19. október.
Liðunum sem spila í 2. umferð er skipt í tvo hópa sem UEFA kallar „Champions Path“ og „League Path“. Í „Champions Path“ eru þau lið sem tryggðu sér sæti í keppninni með því að verða meistarar í sínu landi á síðasta tímabili. Í „League Path“ eru þau lið sem tryggðu sér sæti í keppninni með því að lenda í öðru eða þriðja sæti í sínu heimalandi.
Valur er í „Champions Path“ og getur dregist á móti eftirtöldum liðum.
SK Slavia Praha – Tékkland
FC Rosengård – Svíþjóð
SKN St. Pölten Frauen – Austurríki
Glasgow City FC – Skotland
SL Benfica – Portúgal
FC Zürich – Sviss
AS Roma – Ítalía
Slavia Praha, Rosengård og Roma sátu hjá í fyrstu umferð. Barcelona, Lyon, Bayern München og Chelsea eru einu liðin sem sitja hjá bæði í 1. og 2. umferð og fara beint inn í riðlakeppnina.