Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari U16 og U17 landsliða kvenna. Samhliða því mun hann þjálfa U23 lið kvenna.
Þórður, sem hefur lokið KSÍ Pro gráðu, hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur m.a. þjálfað bæði karla og kvennalið ÍA í meistaraflokki og starfaði einnig sem yfirþjálfari ÍA. Þórður var landsliðsþjálfari U19 kvenna frá árinu 2014 til 2021 ásamt því að vera aðstoðarþjálfari U16/17 kvenna á sama tímabili.
Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 kvenna, mun aðstoða Þórð með U16/17 kvenna ásamt því að halda áfram með þjálfun U19 kvenna. Margrét hefur náð frábærum árangri sem þjálfari U19 kvenna, kom liðinu í úrslitakeppni EM nú í sumar þar sem að liðið stóð sig vel og endaði í 5-6 sæti.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir mun aðstoða Þórð með þjálfun U23 kvenna. Bára hefur verið þjálfari síðan 2014 bæði hér á Íslandi sem og í Svíþjóð. Bára hefur farið í fjölda verkefna á vegum KSÍ sem aðstoðarþjálfari og leikgreinandi, fyrst árið 2017. Bára er sjúkraþjálfari að mennt og hefur lokið UEFA A þjálfaragráðu.