Öllum ársmiðahöfum hjá Lyngby var boðið að hitta Gylfa Þór Sigurðsson í kvöld þar sem íslenski knattspyrnumaðurinn sat fyrir svörum.
Gylfi Þór skrifaði undir samning við Lyngby í gær og þar var með endurkoma hans í fótbolta staðfest.
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í rúm tvö ár, hann var sakaður um að hafa brotið af sér í Bretlandi en eftir rúmlega tveggja ára rannsókn var málið fellt niður.
DE KONGEBLÅ HJERTER HILSTE PÅ GYLFI OG MUNIESA 💙
Her til aften var alle medlemmer af vores sæsonkort-premium ordning, De Kongeblå Hjerter, inviteret til Deadline Day-arrangement i vores klubhus 🙏
Her fik vores mest loyale sæsonkortholdere som de første lov til at hilse på… pic.twitter.com/N9FAFBeNYc
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) September 1, 2023
Purusteik og allt sem því fylgir var í boði fyrir stuðningsmenn Lyngby sem ræddu við Gylfa og Marc Muniesa.
Muniesa sem ólst upp hjá Barcelona mætti til Lyngby í fyrradag. „Hér voru okkar tryggustu aðdáendur sem fengu að heilsa upp á Gyla og Muniesa,“ segir á Twitter síðu Lyngby.
Gylfi ræddi þessi félagaskipti í ítarlegu einkaviðtali við 433.is í dag sem lesa má hérna.