fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Mikael harðorður eftir atburði gærdagsins – „Það er eitthvað mikið meira að í Grindavík en það“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 1. september 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík var skellt 5-0 af Þrótti R. í Lengjudeild karla í gær. Sparkspekingurinn Mikael Nikulásson segir að Grindavík, sem hefur valdið miklum vonbrigðum í sumar, eigi skilið að falla úr deildinni.

Grindvíkingum var spáð góðu gengi fyrir tímabil en þegar liðið á tvo leiki eftir er liðið 5 stigum fyrir ofan fallsæti, búið að spila leik meira en flest lið. Von um umspilssæti um sæti í efstu deild er nánast úr sögunni.

„Það kom mér ekkert á óvart að Þróttararnir skildu vinna. Fyrir mér er ekkert nema sanngjarnt að Grindavík falli úr þessari deild. Það er eina liðið sem mér finnst eiga það virkilega skilið,“ segir Mikael, sem er þjálfari KFA í 2. deild, í Þungavigtinni.

Brynjar Björn Gunnarsson tók við sem þjálfari Grindavíkur af Helga Sigurðssyni fyrr í sumar og gengið batnaði til að byrja með.

„Það komu smá dauðakippir eftir að þeir skiptu um þjálfara. En liðið er á mjög vondum stað og búið að vera á í allt sumar.“

Mikael var spurður að því hvort hann teldi Brynjar rétta manninn í starfið. „Það er eitthvað mikið meira að í Grindavík en það,“ svaraði hann.

Þetta var annar skellur Grindavíkur á skömmum tíma en a dögunum tapaði liðið 5-1 fyrir Fjölni.

„Það sýnir á hvaða stað liðið er, mjög slæmum stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Í gær

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn