fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Gísli eftir sögulegan sigur: „Menn þurfa að fara að afbóka þessar Tenerife ferðir í október“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, var að vonum himinnlifandi með sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í Sambandsdeildinni í kvöld. Með sigrinum varð Breiðablik fyrsta íslenska karlaliðið til að fara í riðlakeppni í Evrópu.

Blikar leiddu 1-0 fyrir leikinn í kvöld eftir sigur ytra og niðurstaðan varð sú sama í dag. Samanlagt 2-0.

Gísli segir að vegferðin í riðlakeppni Evrópu hafi hafist árið 2020.

„Þetta byrjaði í Noregi á móti Rosenborg þegar það var hlegið af manni fyrir að spila okkar bolta. En það er svo sannarlega búið að skila sér núna, allt sem Óskar er búinn að setja fyrir í Breiðablik,“ segir hann.

„Við ætluðum að vinna þennan leik. Við erum búnir að vinna 8 af 10 leikjum í Evrópu á Kópavogsvelli og ætluðum að halda því áfram í dag.“

Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er spiluð fram í desember. Tímabilið lengist því en Gísli er meira en til í það.

„Menn þurfa að fara að afbóka þessar Tenerife ferðir í október,“ segir hann léttur.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Í gær

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Í gær

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta