Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, er brattur fyrir seinni leiknum við Struga í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar geta skrifað söguna með því að fara inn í riðakeppnina
Íslandsmeistararnir unnu fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu 0-1 við erfiðar aðstæður og mikið rok.
„Ég er mjög spenntur og allur hópurinn líka. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég og allir hópurinn munu spila,“ segir Damir við 433.is.
„Þetta verður eins og allir aðrir leikir hér á Kópavogsvelli, tempó, við reynum að hlaupa yfir þá og förum all in.“
Fari Blikar áfram á morgun verða þeir fyrsta íslenska liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópu.
„Þetta yrði stærsta afrek Íslandssögunnar. Einhverjir hafa talað um annað en ég tel að þetta yrði það.“