fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Hareide líkir Orra við danskan landsliðsmann – Óskar stoltur af syninum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 15:00

Orri Steinn spilar með FCK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, valdi Orra Stein Óskarsson í hóp sinn fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Bosníu-Hersegóvínu. Norðmaðurinn hlóð Orra lofi á blaðamannafundi eftir að hópurinn var kynntur í dag.

Orri, sem er aðeins 19 ára gamall, hefur heillað með FC Kaupmannahöfn undanfarið og fékk kallið í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn í dag.

„Ég hef séð marga leikmenn í gegnum tíðina sem eru góðir í að klára færi og hann minnir mig mikið á Kasper Dolberg þegar hann var yngri og ég var með hann í danska landsliðinu,“ sagði Hareide um valið, en hinn 25 ára gamli Dolberg var ein skærasta stjarna Dana á sínum tíma. Í dag spilar hann með Anderlecht.

„Orri er frábær markaskorari og klárar færin vel. Ég tel að við þurfum að koma þessum ungu mönnum að og koma þeim inn í þetta. Þess vegna er Orri með okkur núna. Hann hefur staðið sig frábærlega með FCK og er með mikil gæði. Hann á eftir að þróast og verða enn betri.“

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks er faðir Orra og var hann spurður út í valið á syninum í samtali við 433.is í dag.

„Ég er mjög stoltur. Þetta er frábært fyrir hann. Hann er búinn að leggja mikið á sig og mér finnst hann hafa vaxið gríðarlega á þessu tímabili. Nú þarf hann bara að sanna að hann eigi heima í þessum hóp.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
Hide picture