Manchester United hefur beðið Barcelona um að fylgjast með stöðu Marcos Alonso en enska félagið leitar að vinstri bakverði.
Fjöldinn allur er nú orðaður við United vegna alvarlarlegra meiðsla Luke Shaw.
Shaw verður frá næstu mánuðina og vill Erik ten Hag fá inn vinstri bakvörð í hvelli.
Félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag og því þarf United að hafa hraðar hendur en eins og staðan er í dag er Alonso ekki í plönum Barcelona.
Tyrell Malacia er einnig frá vegna meiðsla en Marc Cucurella hjá Chelsea og Rico Henry hjá Brentford eru einnig orðaðir við United þessa dagana.
Alonso þekkir vel til á Englandi en hann hefur spilað fyrir bæði Chelsea og Bolton þar í landi.