Manchester United skoðar að fá vinstri bakvörð vegna meiðsla Luke Shaw sem verður frá í þó nokkurn tíma. Þrír leikmenn eru á blaði samkvæmt enskum miðlum.
Talið er að Shaw gæti verið frá fram í nóvember sem er mikill skellur fyrir United.
Orðrómar um að Marc Cucurrella gæti komið á láni frá Chelsea eru í kjölfarið orðnir heldur háværir. Kappinn var keyptur til Chelsea frá Brighton síðasta sumar á 60 milljónir punda en hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Þá er Marcos Alonso hjá blaði en hann er fyrrum leikmaður Chelsea sem nú er á mála hjá Barcelona.
Loks kemur Sergio Reguilon til greina. Hann er engan veginn inni í myndinni hjá Tottenham og var á láni hjá Atletico Madrid á síðustu leiktíð.
Allir leikmennirnir myndu færa United reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.