Jan-Christian Dreesen, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur staðfest það að félagið hafi reynt við Kepa Arrizabalaga í sumar.
Kepa er markmaður Real Madrid en hann gekk í raðir spænska félagsins frá Chelsea í sumar á láni.
Dreesen staðfestir það að Bayern hafi mistekist að fá Kepa sem krotaði undir hjá Real fyrr í sumarglugganum.
Manuel Neuer, aðalmarkvörður Bayern, er enn meiddur og þarf hinn 35 ára gamli Sven Ulreich að leysa stöðuna í bili.
,,Við vorum mjög nálægt þessu. Við þurfum varamarkmann,“ sagði Dreesen.
,,Við hefðum viljað kynna nýjan markmann til leiks í dag eða á morgun en við erum með aðra möguleika.“