Íþróttavikan er farin að rúlla á ný á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum áfram en gestur í fyrsta þætti er handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson.
Arnar var til að mynda spurður út í uppáhalds knattspyrnulið sitt hér heima í þættinum. Hann tilkynnti að hann héldi með Haukum sem hafa munað fífil sinn fegri og eru í 2. deild.
„Ég skammast mín að segja það í dag svo takk fyrir þessa spurningu. Það þarf að kötta þetta út,“ sagði hann og hló.
Ekki bætti úr skák þegar Arnar var næst spurður út í uppáhaldslið sitt í enska boltanum.
„Heyrðu, á bara að fella kónginn? Ég er Leedsari. Þetta er erfið byrjun í Championship deildinni svo við skulum ekki vera að ræða það neitt.“
Umræðan í heild er í spilaranum.