Mohamed Salah hefði getað fengið hærri laun en Cristiano Ronaldo í Sádi Arabíu ef skipti til Al Ittihad gengu í gegn.
Salah er leikmaður Liverpool en hann var orðaður við Al Ittihad í gær sem er að styrkja sig fyrir komandi átök sem og önnur lið í Sádi Arabíu.
Blaðamaðurinn Ben Jacobs greinir frá því að Al Ittihad hafi verið tilbúið að borga Salah hærri laun en Ronaldo fær hjá Al Nassr.
Al Ittihad var tilbúið að borga Salah 1,25 milljónir punda á viku sem er gríðarlega há upphæð og myndi gera hann að einum launahæstaleikmanni heims.
Liverpool hefur þó engan áhuga á að selja Salah sem spilaði alla leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur.