Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur alveg útilokað það að félagið ætli að fá Kylian Mbappe í sínar raðir í sumar.
Mbappe hefur margoft verið orðaður við Real en hann framlengdi samning sinn við Paris Saint-Germain um eitt ár í sumar.
Fyrir það reyndi Frakkinn ítrekað að komast burt og eru allar líkur á að hann verði seldur næsta sumar.
Mbappe endar þó ekki hjá Real í þessum glugga en líklegt er þó að hann spili á Santiago Bernabeu einn daginn.
,,Ég get alveg útilokað þann möguleika, hundrað prósent nei,“ sagði Ancelotti um Mbappe.
,,Þetta er búið. Ég get staðfest það aðÉ við fáum ekki inn nýja leikmenn fyrir gluggalok, okkar hópur er klár.“