Jökull Elísabetarson verður ekki á hliðarlínunni í dag er Stjarnan spilar við KA í Bestu deild karla.
Fótbolti.net greinir frá en Jökull og eiginkona hans, Kristín Arna Sikgurðardóttir, eignuðust barn á dögunum sem verður til þess að Björn Berg Bryde stýrir liðinu.
Björn Berg er leikmaður Stjörnunnar og mun vera á hliðarlínunni í þessum mikilvæga leik.
Flautað er til leiks klukkan 16:00 en Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 31 stig, sjö stigum á eftir Breiðabliki sem er í fjórða sætinu.
433.is óskar þessum flotta þjálfa til hamingju en búast má við spennandi leik á Akureyri í dag.