Monaco nálgast samkomulag við Arsenal um kaup á Folarin Balogun. Sky Sports segir frá.
Balogun raðaði inn mörkum á láni hjá Rennes á síðustu leiktíð en svo virðist sem hann sé ekki í plönum Mikel Arteta hjá Arsenal.
Hann má því fara en Arsenal hefur skellt á hann háum verðmiða. Félagið hafnaði 34 milljóna punda tilboði Monaco fyrr í sumar.
Ekki kemur fram hversu hátt nýtt tilboð Monaco er enn félögin eru sögð nálgast samkomulag og á Balogun sjálfur að hafa samið munnlega við Monaco.
Framherjinn hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Fulham.
Monaco close to verbal agreement on fee with Arsenal for striker Folarin Balogun. Formal offer to follow ahead of discussing payment terms. Personal terms agreed in principle. Balogun impressed in Ligue Un on loan with Reims last season. 21 goals in 34 starts. #AFC #ASMonaco
— Dharmesh Sheth (@skysports_sheth) August 24, 2023