Luis Rubiales, forseti spænska sambandsins mun á morgun tilkynna afsögn sína en hann hefur látið undan gríðarlegum þrystingi.
Spánn varð heimsmeistari kvenna á sunnudag en atvik eftir það eru til umræðu á Spáni og út um allan heim.
Að leik loknum mætti Luis Rubiales, forseti sambandsins inn á völlinn og kyssti þar Jennifer Hermoso, eina af stjörnum spænska liðsins beintá munninn.
Hann kyssti fleiri leikmenn eftir það en ekki á munninn eins og í tilfelli Jennifer Hermoso.
Rubiales reyndi að grínast með málið til að byrja með en ákvað svo að biðjast afsökunar, hann vildi fá Hermoso með sér í að tala málið niður en hún neitaði því.
Hann hafði ekki hug á að segja af sér en gríðarlegur þrýstingur hefur ýtt honum út í horn og hefur hann nú ákveðið að stíga til hliðar.
Spanish FA chief Luis Rubiales to QUIT on Friday after Women's World Cup kissing controversy 💥https://t.co/MsE1vQ8S4d pic.twitter.com/LxkoMrfq8N
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2023