fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

ÍBV sektað af KSÍ

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV hefur hlotið 100 þúsund króna sekt vegna framkomu áhorfenda í garð dómara í leik í síðasta mánuði.

Um er ræða leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna þann 29. júlí.

Af vef KSÍ
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 15. ágúst 2023, var tekin fyrir skýrsla frá dómara á leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fram fór þann 29. júlí.

Að virtri greinargerð knattspyrnudeildar ÍBV og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik ÍBV og Vals hafi verið vítaverð og falli undir ákvæði 12.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta knattspyrnudeild ÍBV vegna framkomu áhorfenda í garð dómara í leik liðsins við Val í Bestu deild kvenna. Með tilliti til viðbragða og ráðstafana knattspyrnudeildar ÍBV vegna þeirra atburða sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar ÍBV hæfilega ákveðin kr. 100.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur