Paris Saint-Germain hefur lagt fram sitt fyrsta tilboð í Randal Kolo Muani framherja Frankfurt í Þýskalandi.
Talið er að PSG hafi boðið 65 milljónir evra í sóknarmanninn öfluga.
Kolo Muani er 24 ára gamall en hann vill ólmur komast til PSG og hefur samþykkt fimm ára samning.
Frankfurt er hins vegar í sterkri stöðu en samningur Kolo Muani er með samning til ársins 2027.
Talið er að Frankfurt vilji fá 100 milljónir evra fyrir Kolo Muani og því þarf PSG að hækka tilboðið sitt.