Margir eru farnir að kannast við nafnið Georgia Stanway sem er leikmaður enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.
Georgia leikur með Bayern Munchen í Þýskalandi og á að baki 52 landsleiki fyrir England og hefur í þeim skorað 12 mörk.
Móðir Georgia, Joanne, þurfti að ganga í gegnum ýmislegt er Georgia elti drauminn að gerast atvinnumaður og keyrði þrjá tíma til að koma stúlkunni á æfingar.
Georgia byrjaði feril sinn hjá Blackburn sem var langt frá þeirra heimili en gekk síðar í raðir Manchester City og svo Bayern.
Joanne fékk litla hjálp þegar kom að dóttur sinni og þurfti að selja hús sitt tvisvar til að geta stutt við bakið á henni sem borgaði sig að lokum.
Georgia og móðir hennar fluttu allavega tvisvar á meðan hún var á sínum yngri árum í boltanum en sú fyrrnefnda er í dag 24 ára gömul.
,,Það var ekki mikill peningur í kvennaboltanum á þessum tímapunkti. Ég fékk styrk upp á 250 pund sem dekkaði tíu ferðir til og frá æfingasvæðinu,“ sagði Joanne.
,,Þetta var þó gríðarlega erfitt og ég var í góðu starfi. Ég var mjög veik fjárhagslega þarna og þurfti að selja heimili okkar tvisvar til að hafa efni á þessu.“
Georgia hefur leikið með enska landsliðinu á HM kvenna í sumar og er liðið komið alla leið í úrslit og spilar gegn Spánverjum í dag.