Manchester United var með möguleika á að kaupa miðjumanninn Moises Caicedo fyrir aðeins 4,5 milljónir punda árið 2021.
Frá þessu greinir the Athletic en Caicedo gekk í raðir Chelsea fyrir 111 milljónir punda á dögunum.
Það gerist aðeins tveimur árum eftir að Caicedo gekk í raðir Brighton frá Independiente del Valle í Ekvador.
Man Utd hafði fylgst með Caicedo áður en hann fór til Brighton en neitaði að kaupa leikmanninn vegna umboðsmanns hans.
Athletic segir að umboðsmaður Caicedo hafi heimtað afar háa upphæð í sinn vasa ef leikmaðurinn myndi enda á Old Trafford.
Það er eitthvað sem Man Utd sér væntanlega eftir í dag en um er að ræða gríðarlega öflugan miðjumann sem er aðeins 21 árs gamall.