Manchester City 1 – 0 Newcastle
1-0 Julian Alvarez(’31)
Erling Haaland komst ekki á blað hjá Manchester City sem mætti Newcastle í enskui úrvalsdeildinni í kvöld.
Um var að ræða síðasta leik dagsins í deildinni en bæði lið höfðu byrjað á sigrum í fyrstu umferð.
Haaland átti frábæran leik gegn Burnley í fyrstu umferð og skoraði þar tvennu í 3-0 útisigri.
Norðmaðurinn komst ekki á blað að þessu sinni en eitt mark dugði Englandsmeisturunum til sigurs.
Julian Alvarez gerði það mark á 31. mínútu og kom sínum mönnum á toppinn að minnsta kosti í bili.