Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu er Manchester United á fullu að reyna að ganga frá kaupum á Sofyan Amrabat miðjumanni Fiorentina.
La Nazione þar í landi segir málið langt komið og að Amrabat gæti ferðast til Manchester á næstu klukkustundum.
Talið hefur verið að United þurfi að selja leikmenn til að kaupa Amrabat.
United er sagt vilja fá inn einn miðjumann en Fred var seldur á dögunum og þá er Scott McTominay mögulega á förum frá félaginu.
Amrabat átti góðu gengi að fagna með Marokkó á HM í Katar en hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool.