Ryan Fraser, leikmaður Newcastle, gæti verið að ganga í raðir Celtic.
Hinn 29 ára gamli Fraser er engan veginn inni í myndinni hjá Eddie Howe og var ekki í hóp í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Kantmaðurinn hefur fengið nokkur tilboð úr ensku B-deildinni en vill víst ekki fara þangað.
Celtic hefur áhuga. Liðið spilar í Meistaradeild Evrópu og ætti það að heilla Fraser.
Skotinn hefur verið á mála hjá Newcastle síðan 2020 en hann kom frá Bournemouth.