Manchester City vann Ofurbikar UEFA í fyrsta sinn í kvöld með sigri á Sevilla. Það var leikið í Grikklandi.
Í þessum árlega leik mætast sigurvegarar úr Meistaradeild og Evrópudeild.
Youssef En Nesyri kom Sevilla yfir á 25. mínútu leiksins en Cole Palmer jafnaði fyrir City eftir rúman klukkutíma leik.
Það var farið beint í vítaspyrnukeppni og þar hafði City betur, 5-4.