Monaco er að undirbúa nýtt tilboð í Folarin Balogun, framherja Arsenal, eftir að fyrsta tilboði upp félagsins var hafnað. Tottenham hefur þá einnig óvænt áhuga.
Balogun virðist ekki eiga stórt hlutverk í liði Arsenal á komandi leiktíð en þrátt fyrir það er hár verðmiði á leikmanninum í kjölfar þess að hann fór á kostum með Reims á láni á síðustu leiktíð.
Skytturnar vilja 50 milljónir punda fyrir Balogun, en fyrsta tilboð Monaco var töluvert frá því. Að sögn Daily Mail undirbýr franska félagið því nýtt og betra tilboð.
La Gazzetta dello Sport segir þá að Tottneham hafi einnig áhuga á Balogun og fylgist með gangi mála.
Það yrði afar óvænt ef framherjinn fer þangað en Arsenal og Tottenham eru auðvitað miklir erkifjendur.