Spánn er kominn í úrslitaleik HM eftir sigur á Svíþjóð í morgun.
Það var ekkert skorað lengi vel í dag en leikurinn tók heldur betur við sér í restina. Salma Paralluelo kom þeim spænsku yfir á 81. mínútu áður en Rebecka Blomqvist jafnaði fyrir Svía á 88. mínútu.
Það stefndi í framlengingu en Olga Carmona Garcia skoraði sigurmarkið fyrir Spán skömmu síðar.
Spánn fer því í úrslitaleikinn og mætir þar Ástralíu eða Englandi, en þau mætast á morgun.
Svíar spila leik um þriðja sætið á mótinu.
Spánn 2-1 Svíþjóð
1-0 Salma Paralluelo 81′
1-1 Rebecka Blomqvist 88′
2-1 Olga Carmona Garcia