David Raya er genginn í raðir Arsenal á láni frá Brentford út leiktíðina. Félagið staðfestir þetta en skiptin hafa legið í loftinu.
Áður en Raya fór til Arsenal framlengdi hann samning sinn við Brentford um eitt ár, eða til 2025. Arsenal hefur möguleika á að kaupa leikmanninn næsta sumar en með framlengingunni heldur Brentford samningsstöðu sinni.
Raya er spænskur en hefur spilað á Englandi síðan 2012. Hann var hjá Blackburn áður en hann gekk í raðir Brentford, þar sem hann hefur heillað mikið.
Raya mun veita Aaron Ramsdale samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar hjá Arsenal. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er einnig á mála hjá félaginu.
Raya arrives 🧤 pic.twitter.com/2UaPiDDp33
— Arsenal (@Arsenal) August 15, 2023