Manchester United gæti verið að fá annan mann að nafni Onana í sínar raðir miðað við enska miðla.
Man Utd er að horfa til miðjumannsins Sofyan Amrabat sem spilar með Fiorentina en óvíst er hvort þau skipti gangi í gegn.
Viðræður við Fiorentina hafa siglt í strand og er ekki of líklegt að Amrabat endi á Old Trafford.
Samkvæmt Daily Mail er Man Utd að horfa til Amadou Onana sem er miðjumaður Everton í úrvalsdeildinni.
Andre Onana kom til Man Utd frá Inter Milan í sumar en hann er markmaður og leysir annað hlutverk.
Amadou Onana er 21 árs gamall og er mjög öflugur en Everton myndi vilja um 50 milljónir punda fyrir strákinn.