Enginn virðist ætla að taka við framherjanum Romelu Lukaku sem er til sölu hjá Chelsea í sumar.
Juventus og Inter Milan hafa verið orðuð við Lukaku en útlit er fyrir að hann færi sig ekki aftur til Ítalíu.
Samkvæmt Gazzetta dello Sport er Lukaku nú óvænt á óskalista Tottenham sem eru grannar Chelsea í London.
Harry Kane spilar ekki með Tottenham í vetur en hann hefur náð samkomulagi við Bayern Munchen.
Samkvæmt ítalska miðlinum horfir Tottenham til Lukaku og skoðar það sterklega að fá hann inn sem eftirmann enska fyrirliðans.