Burnley 0 – 3 Manchester City
0-1 Erling Haaland (‘4)
0-2 Erling Haaland (’36)
0-3 Rodri (’75)
Erling Haaland elskar fátt meira en að skora mörk en hann varð markakóngur Englands síðasta vetur.
Haaland og hans lið í Manchester City spilaði opnunarleik nýs tímabils í kvöld gegn Burnley.
Norðmaðurinn kemur sjóðandi heitur inn í nýja leiktíð og byrjar á tvennu er Englandsmeistararnir unnu sannfærandi sigur.
Haaland skoraði tvennu í fyrri hálfleik en miðjumaðurinn Rodri bætti svo við marki í þeim seinni.
Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley en fékk ekki tækifæri í dag.