Aston Villa er í viðræðum við Galatasaray um hugsanleg kaup á Nicolo Zaniolo. Stjóri liðsins, Unai Emery, staðfestir þetta.
Orðrómar um að Zaniolo gæti farið til Villa fóru af stað í kjölfar meiðsla Emi Buendia sem verður lengi frá.
„Hann er á listanum en það eru fleiri einnig,“ segir Emery.
„Hann er einn þeirra sem gæti komið hingað. Það er samt ekki enn prósent.“
Zaniolo hefur aðeins verið hjá tyrkneska liðinu síðan í janúar en hann kom frá Roma.
Talið er að hann myndi kosta Villa um 26 milljónir punda.
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Villa, Monchi, fékk Zaniolo til Roma er hann starfaði þar á sínum tíma.