Skipti Tyler Adams til Chelsea virðast ekki ætla að ganga upp eftir allt saman. Sky Sports segir frá þessu.
Adams var á leið til Chelsea eftir að félagið virkjaði 20 milljóna punda klásúlu í samningi hans við Leeds en nú segir Sky Sports að félögin nái ekki saman og skiptin gangi því ekki í gegn.
Miðjumaðurinn á fjögur ár eftir af samningi sínum við Leeds og gæti verið áfram þar, en liðið er í B-deildinni eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
Fréttirnar koma eftir að Chelsea virðist vera að landa Moises Caicedo frá Brighton á yfir 100 milljónir punda. Hvort það hafi áhrif er ekki vitað.